Grísk jógúrt með kaffi og súkkulaðibragði hlaut heiðursverðlaun

Við tókum þátt í International Food Contest 2022 sem fram fór í Herning í Danmörku nú á dögunum. Meðal þátttakenda eru fjölmörg evrópsk mjólkursamlög og fjöldinn allur af afburða góðum og flottum vörum sem taka þátt. 

Gríska jógúrtin okkar með kaffi og súkkulaðibragði var valið besta jógúrt keppninngar og hlaut þar af leiðandi sérstök heiðursverðlaun í þeim flokki. 

Við erum virkilega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu enda sterk og mikil samkeppni afburða mjólkurvara.