Piparkökuís

Hér höfum við alveg æðislega góðan jólaís sem bragðast eins og piparkaka!

Það eru engar ísnálar í þessum ís, þú þarft ekki ísvél til að búa hann til, heldur er þetta er afskaplega einfalt allt saman.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

500ml rjómi
6 eggjarauður
2 dl púðursykur
1 tsk kanill
1 tsk engiferkrydd
1/4 tsk negulkrydd
Nokkrar piparkökur

Aðferð

  1. Þeytið rjómann vel.
  2. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annari skál þar til blandan myndar borða (sjá myndband á Instagram), setjið svo kanil, engifer og negul út í og blandið saman.
  3. Blandið rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju.
  4. Hellið ísnum í hringlaga kökuform og lokið forminu vel með plastfilmu. Frystið yfir nótt eða lengur.
  5. Útbúið kúlur úr frosnum ísnumí og brjótið nokkrar piparkökur yfir.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook