Þessar kökur ættum við öll að þekkja. Ég ólst upp við það að elska þessar kökur, bakaði þær ótal sinnum sem krakki og lagði eldhúsið hennar mömmu í rúst í leiðinni eins og mamma mun seint gleyma ????
Núna allof mörgum árum seinna elska ég ennþá þessar kökur og þykir ennþá vænna um að kynna stráknum mínum fyrir þeim. Hann alveg elskar þær og mun eflaust baka þær sjálfur einn daginn þegar hann verður örlítið eldri með tilheyrandi eldhús rústi.
Uppskriftin sem ég notaði fann ég í uppskriftarbókinni hennar mömmu sem er eldri en ég. Sú uppskrift notar bollamál sem mælieiningu en þá var nú bara góður kaffibolli úr eldhúsinu notaður. Ég gerði því nokkrar tilraunir á uppskriftinni til að koma henni yfir á dl mælieininguna sem við flest notum í dag. Ég notaði svo grísku jógúrtina frá Örnu með kaffi og súkkulaðibragðinu og þær komu alveg virkilega vel út!
Uppskriftin er frá Lindu Ben.
1.Kveikið á ofninum og stillið á 180ºC
2.Bræðið smjörið og leyfið því að kólna.
3.Hrærið saman sykur og egg þar til létt og ljóst. Bætið vanilludropunum út í og blandið saman.
4.Bætið því næst út hveiti, lyftidufti og salti, blandið því saman við ásamt smjörinu/smjörlíkinu og gríska jógúrtinu.
5.Blandið súkkulaðispæninum varlega saman við með sleikju.
6.Raðið muffins pappírsformum i muffins álbakka (mikilvægt svo kökurnar missi ekki lögun í ofninum og bakist allar jafnt), fyllið hvert pappírsform upp 2/3, bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.