Amerískar pönnukökur með bláberjum og sykurlausu sírópi – ketó

Hér höfum við girnilega uppskrift frá henni Lindu okkar Ben af eftirrétt sem er í uppáhaldi hjá mörgum, Crème Brûlée! Þessi eftirréttur er algjör klassík sem á alltaf vel við.

Innihaldsefni

2 egg við stofuhita
1-2 msk laktósafrír rjómi frá Örnu
2 tsk fljótandi kókosolía
1/2 tsk vanilludropar
2 tsk sykurlaus sæta eins og eryhritol, líka hægt að nota stevíudropa, má einnig sleppa
4 tsk kókoshveiti
3/4 tsk lyftiduft, má einnig nota vínsteinslyftiduft
Örfá saltkorn

Aðferð

  1. Setjið egg, rjóma, kókosolíu, vanilludropa og sætu ef vill í blandaraglas eða hrærivél. Látið vinna þar til allt er samlagað og vel þeytt.
  2. Opnið glasið og setjið kókoshveiti, lyftiduft og salt út í og hrærið saman við með gaffli.
  3. Egg geta verið misstór, kókoshveiti er líka misjafnt svo mælt er með því að aðlaga þykktina með því að bæta við kókoshveiti eða rjóma eftir þörfum.
  4. Hitið teflon pönnu að miðlungshita og setjið deigið á pönnuna með skeið, mótið pönnuköku með skeiðinni.
  5. Fylgist vel með hitanum og betra er að hafa lægri hita en hærri. Snúið pönnukönunum við þegar toppurinn hefur nánast alveg þornað. Snúið varlega.
  6. Bakið í c.a. 1-2 mín í viðbót og njótið með því sem hugurinn girnist. Í þessari uppskrift frá Völlu setur hún sykurlausa sultu, bláber, sykurlaust síróp og kókosflögur en góð sletta af þeyttum rjóma er líka fullkomið.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook