Heitt súkkulaði með rjóma

Það er fátt sem kemur mér í meira jólaskap en heitt súkkulaði með miklum rjóma.

Hvort sem það er eftir góðan og frískandi göngutúr með krakkana rennandi sér á sleða eða eftir rölt niður Skólavörðustíginn að skoða jólaskreytingarnar, þá jafnast ekkert á við að koma inn í hlýjuna heima og fá sér heitt súkkulaði og piparkökur.

Hér er að finna klassíska útgáfu af heitu súkkulaði sem mun koma þér vonandi í þitt allra besta jólaskap! ❤️

Uppskriftin og myndir eru frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

500 ml nýmjólk frá Örnu
150 g dökkt súkkulaði
2 msk sykur
Rjómi frá Örnu – magn fer eftir smekk hvers og eins
Súkkulaðispænir
Kanilstöng (má sleppa)

Aðferð

  1. Setjið mjólkina í pott ásamt sykrinum, hitið að suðu en látið ekki sjóða.
  2. Skerið súkkulaðið niður í bita, slökkvið á hitanum undir mjólkinni, bætið súkkulaðinu út í hrærið saman þar til allt hefur samlagast.
  3. Hellið í bolla eða glös, þeytið rjómann og bætið út á kakóið. Ef þið viljið þá getiði sett rjómann í sprautupoka með stjörnustút og sprautað rjómanum út á kakóið eins og ég gerði.
  4. Takið súkkulaði spænir og setjið yfir kakóið og skreytið með kanilstöng.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook