Ef þú ert að leita þér að hollum og ljúffengum morgunmat eða millimáli þá er þessi uppskrift fyrir þig.
Maður byrjar á því að útbúa bláberja og chiagrautinn í botninn, hrærið þar til þetta samlagast, og setjið svo silki mjúku grísku jógúrtina ofan á og topiið með ristuðum kókoksflögum. Hægt er að margfalda þessa uppskrift og gera margar krukkur í einu til að eiga nokkrar út vikuna þar sem bláberjachiagrauturinn og jógúrtin geymist vel, en það er sniðugara að setja kókosflögurnar á daginn sem þú ætlar að njóta þar sem þær verða mjúkar með tímanum.
Þetta er afar holl og góð uppskrift sem ég held að þér eigi eftir að líka vel.
Uppskriftin er frá Lindu Ben.
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.